Heyskapur í mýflugumynd

Ég var varla komin inn úr dyrunum í gær þegar bóndinn ruddist inn og benti mér góðfúslega á þurrkinn sem væri úti!  Þar sem hann er í veikindaleyfi og má fátt gera, er hann sjálfskipaður verkstjóri heimilisfólks.  Það var með hálfum hug sem ég settist í sætið á dráttarvélinni, minnug ófaranna í fyrra.  Allt gekk þetta þó eins og í sögu, heyinu var snúið og bæði vél og heytætla sluppu óskemmd.  Það var nefnilega ekki svo gott í fyrra.  Ég er alin upp í sveit, en þar sem ég á eldri bræður og frændur, var hrífan eina heyvinnutækið sem var eftir handa mér þegar þeir voru búnir að fá úthlutað verkefnum í heyskapnum.  Í fyrra ætlaði því bóndinn að nýta mig til að snúa fyrir sig heyjinu á meðan hann rakaði á öðru túni.  Mótmæli mín og yfirlýsingar um kunnáttuleysi voru látin sem vind um eyru þjóta og leiðbeiningarnar voru:  "Bara gera svona og svona, keyra svo í hringi þangað til öllu hefur verið snúið" Þannig hljóðuðu leiðbeiningarnar.  Gott og vel, ég gerði bara "svona og svona", fór í hringi þar til yfirferð var lokið.  Hafði þó tekið eftir smávegis aukahljóðum sem ágerðust eftir því sem leið á verkið, án þess þó að hafa af því stórar áhyggjur.  Þegar verki er lokið, sé ég að heytætlan hafði sigið niður og var búin að skemma drifskaftið.  Flestir tindanna höfðu einnig ákveðið að yfirgefa sína staði og voru horfnir með öllu.  Bóndinn nálgast nú vélina, frekar skuggalegur og bendir mér að lyfta tætlunni aðeins.  Þar með datt hún í tvo parta, því einhver bolti hafði líka yfirgefið sinn stað.  Svipbrigði bóndans gerðu nú það að verkum að ég var alveg búin að ákveða að fara út úr vélinni hinu megin, ef hann myndi bera því við að reyna opna hurðina á vélinni og segja eitthvað við mig.  Allt slapp þetta þó fyrir horn, þökk sé skilningsríkum bónda, en ég eyddi því sem eftir var kvöldsins að ganga um túnið og tína upp brotna tinda!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir

Höfundur

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
Bóndi í hjáverkum segir sögur úr sveitinni

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband