Sumarið að taka enda

Sit hér við skjáinn í helli-rigningu og roki.  Haustið virðist vera að taka yfir og frekar kuldalegt um að litast.  Dagurinn í dag búinn að vera frábær.  Fjölskyldan mætti í morgunsárið í Reiðhöllina Svaðastaði til að sýna hluta af bústofninum í "húsdýraþemanu."  Séra Sandholt mætti semsagt með hluta af kvennabúri sínu og afkvæmum, dverghænufjölskylda mætti líka.  Mesta lukku vakti þó títt nefndur Andrés grís, sem sýndi sínar bestu hliðar.  Í næstu stíu voru mánaðar- og tveggja mánaðar gamlir grísir svo fólk gat séð hversu mikið grís stækkar á aldursbilinu eins til fimm mánaða.  Minkarnir sem voru til sýnis voru afar áhugasamir um hænurnar, sem voru í beinum augnkontakt allan daginn.  Kisurnar voru svo hinu megin við hænurnar, en þær héldu þó alveg ró sinni þrátt fyrir nágrannana.  Nú er komið jafnvægi á milli katta og hunda í bílskúrnum.  Þrennt er af hvorri tegund, þrír kettir á móti einum border collie og tveimur labradorum, en það er alveg morgunljóst hvort liðið ræður lögum og lofum á svæðinu.  Kisurnar breytast óðara í "Freyjuketti" sbr. vörumerkið ef labrador nálgast.  Annars átti sér stað mjög skondið augnablik um daginn.  Þá mætti hér í ljósaskiptunum ugla á svæðið og ætlaði greinilega að ná sér í eins og einn kettling í matinn, svona fyrir háttinn.  Vandamálið var að kettirnir voru líka á veiðum, því þeim fannst þessi fugl-asni sem sveimaði lágt yfir þeim afar spennandi og voru alveg tilbúnir að stökkva upp og grípa hann ef hann kæmi nógu nálægt!!  Við vorum því í stúkusæti dágóða stund á meðan uglan hnitaði í hringi yfir kisunum og þær biðu spenntar eftir því að fíflið kæmi nógu nálægt.  Að endingu gafst húsmóðirin upp áður en slys yrði og kallaði litlu tígrisdýrin inn í fyrirhafnarminni kvöldmat.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir

Höfundur

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
Bóndi í hjáverkum segir sögur úr sveitinni

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband