Færsluflokkur: Bloggar
28.12.2010 | 13:36
Tilhlýðilegt að setja hér nokkur orð.....
Þegar einungis þrír dagar eru eftir af árinu, er loks ritstíflan brostin.
Ýmislegt hefur drifið á daga síðan í október. Vinna og aftur vinna, slátrun, sauðfjár, hrossa og svíns, reyking og frágangur í matargeymslum ýmiskonar. Að öllu þessu loknu skelltum við okkur í vikuferð til Florída, til að kynna USA fyrir bóndandum. Þar sem hann hafði jú eytt sumrinu í veikindaleyfi var gráupplagt að stinga af í nokkra daga og láta aðra um börn og bú. Börnin voru "keyrð út" á nokkra staði og ungt par sett sem ráðsmenn á býlið. Kindurnar komnar á hús með svampa í afturendanum og ráðsmaðurinn setti bara upp svip þegar honum var tjáð að á hverjum degi þyrfti að skoða hvort svampurinn væri ekki á sínum stað! Þar sem bóndinn er áhugamaður um ameríska bíla, var gaman að sjá hans litla hjarta taka kipp, þegar einn gamall Bronco sást renna hjá, en landareignina prýða nokkur slík eintök og nokkur meira að segja gangfær! Jafnvel ljóshærðar ungar lögulegar meyjar vöktu ekki áhuga, ja nema ef þær óku á Ford Mustang... þá mátti svo sem gjóa augunum á eftir bílnum.
Fríið var vel þegið, og komum við heim úthvíld og sælleg. Jólaundirbúningurinn gekk fljótt og vel fyrir sig og heimagert svín og hangikjöt bragðaðist mjög vel. Pakkastríðið tók fljótt af og hafa börnin varla sést síðan, því gjafirnar féllu greinilega í góðan jarðveg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2010 | 22:00
sláturgerð á morgun.
Steinsbóndinn er staddur á æskustöðvum sínum til að taka slátur á morgun. Þar sem ég er ekki húsmæðraskólagengin, nýt ég ráðlegginga og stuðnings frá móður minni, sem lýsti því yfir rétt í þessu, að hún vildi sko ekki for-saumaðar vambir frá SS, henni þætti svo gaman að sauma vambirnar!! Ómetanlegur eiginleiki, þar sem mér finnst alls ekki gaman að sauma vambir, en þeim mun skemmtilegra að hakka, hræra eða sauma fyrir. Samningum er lokið við Strandabændur. Endaði á að versla við tvo. Hópurinn stækkar því um svar-flekkótta gimbur, mó-botnótta gimbur og mórauðan hrút. Næst er því að sótthreinsa farartæki, og finna tíma til að fara skemmtiferð og sækja gripina. Húsbóndinn gafst upp á því að sjá hána liggja á túninu og sló og rúllaði sem óður væri, og fékk 7 rúllur af sparitúninu.... líklega hefur einhverjum þótt skrítið að sjá hann í heyskap 28. september, en nauðsyn brýtur lög.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2010 | 13:15
Haustverkin og fjárútlát
Þau potast áfram verkin sem teljast til haustverka á bænum. Búið að halda upp á afmæli heimasætunnar, fyrri hálfleik, en 16 stúlkur ætla að heiðra hana með nærveru sinni á morgun, eftir skóla. Eins gott að muna að bjóða kisum, hundum og hænum að halda til á snertilausu svæði, ef þau kjósa svo!! Við húsmóðirin og heimasætan sóttum spariféð á sunnudaginn og settum á túnið. Það gekk vonum framar, ein móðir tveggja hrúta slapp, en verður sótt seinna með fóðurbætisfötunni sem aldrei klikkar ef í harðbakka slær. Reiðhestar heimilisins, sem eru komnir í vetrarfrí, þurftu auðvitað að standa í hliðinu þegar kindurnar ætluðu í gegn, en Tása sýndi þeim hver forgangsröðunin væri þennan daginn og rak þá frá svo spariféð kæmist sína leið. Lömbin væn að vonum, og það verður erfitt að velja þær gimbrar sem eiga að verða framtíðarær heimilisins. Annars er dægradvölin þessa daga að spjalla við bændur á Ströndum, þar sem fjárfesta á í gimbrum og kynbótahrút af því svæði fyrir veturinn. Þeir sem til þekkja vita þó að mislitt fé, hvað þá hyrnt er ekki það sem mest er af í þeirri sveit. Samningar eru þó hafnir við einn mætan bónda sem ætlar að hafa samband eftir helgi, þegar hann hefur litið yfir hópinn sinn, hvort ekki leynist mislit lömb með handföng, eins og 3 stykki. Gólfið var steypt í fjárhúsunum í síðustu viku svo þetta er allt að koma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.9.2010 | 09:29
Brunnir reykkofar.....
Reykkofi brann til grunna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2010 | 20:46
Sumarið að taka enda
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2010 | 16:49
Svínslegur......
Aldrei áður hef ég haft ali-grís, hvað þá horft á íslenskt svín ganga laust í náttúrunni. Eftir kynni mín af Andrési get ég fullyrt að svín eru hvorki heimsk né sóðar. Húsmóðirin er að vísu ekki allskostar ánægð með að hann skuli velja spariblettinn hennar sem klósett, en allavega gerir hann stykkin sín öll á sama stað svo þrifin taka ekki langan tíma. Um daginn fórum við öll þrjú í gönguferð, húsmóðirin, hundurinn og svínið. Eftir dágóðan spöl hitti ég kunningja á förnum vegi sem gerðu góðlátlegt grín af félagsskapnum sem ég hafði með mér. Ég benti þeim á að þeir skyldu spara glósurnar, því svínið væri full eins viturt og hundurinn. Eitthvað áttu þeir erfitt með að trúa því. "Andrés, farðu heim" sagði ég þá. Andrés stoppaði við og horfði á mig. "Andrés, farðu heim" Sagði ég þá með meiri þunga. Þá kom eitt "nöff" og hann trítlaði af stað yfir veginn og niður túnið, í átt að bænum. "Skilur hann í alvöru hvað þú segir??" sögðu félagarnir þegar þeir voru búnir að ná hökunni af bringunni. En ekki hvað sagði ég, kotroskin með mig. Þetta fannst þeim nú merkilegt, og ekki féll eitt styggðaryrði í garð Andrésar eftir þetta. Það sem þeir ekki vissu var að svín sjá mjög illa, og Andrés treystir á tíkina Tásu í lengri ferðum til að elta. Þar sem hundurinn tölti heim eftir skipun, trítlaði Andrés auðvitað í humátt, til að týna nú ekki af félaganum sínum..... auðvitað fékk Andrés þó að njóta vafans og er líklega greindasta svín nú um stundir!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2010 | 11:08
Starfsmaður í þjálfun......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2010 | 11:35
Fokið í flest skjól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.7.2010 | 09:55
Heyskapur í mýflugumynd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2010 | 14:52
Skín við sólu....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar