15.7.2010 | 16:49
Svínslegur......
Aldrei áður hef ég haft ali-grís, hvað þá horft á íslenskt svín ganga laust í náttúrunni. Eftir kynni mín af Andrési get ég fullyrt að svín eru hvorki heimsk né sóðar. Húsmóðirin er að vísu ekki allskostar ánægð með að hann skuli velja spariblettinn hennar sem klósett, en allavega gerir hann stykkin sín öll á sama stað svo þrifin taka ekki langan tíma. Um daginn fórum við öll þrjú í gönguferð, húsmóðirin, hundurinn og svínið. Eftir dágóðan spöl hitti ég kunningja á förnum vegi sem gerðu góðlátlegt grín af félagsskapnum sem ég hafði með mér. Ég benti þeim á að þeir skyldu spara glósurnar, því svínið væri full eins viturt og hundurinn. Eitthvað áttu þeir erfitt með að trúa því. "Andrés, farðu heim" sagði ég þá. Andrés stoppaði við og horfði á mig. "Andrés, farðu heim" Sagði ég þá með meiri þunga. Þá kom eitt "nöff" og hann trítlaði af stað yfir veginn og niður túnið, í átt að bænum. "Skilur hann í alvöru hvað þú segir??" sögðu félagarnir þegar þeir voru búnir að ná hökunni af bringunni. En ekki hvað sagði ég, kotroskin með mig. Þetta fannst þeim nú merkilegt, og ekki féll eitt styggðaryrði í garð Andrésar eftir þetta. Það sem þeir ekki vissu var að svín sjá mjög illa, og Andrés treystir á tíkina Tásu í lengri ferðum til að elta. Þar sem hundurinn tölti heim eftir skipun, trítlaði Andrés auðvitað í humátt, til að týna nú ekki af félaganum sínum..... auðvitað fékk Andrés þó að njóta vafans og er líklega greindasta svín nú um stundir!!
Um bloggið
Steinunn Rósa Guðmundsdóttir
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin á bloggið, ég er líka nýbyrjuð. Það er reglulega skemmtilegt að lesa bloggið þitt, þú segir svo skemmtilega frá.
Kveðja, Inga.
Ingibjörg Kristrún Einarsdóttir, 15.7.2010 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.